Undanfari : Líffæra- og lífeðlisfræði fóta, Fótaaðgerðafræði 1, Meðferðafræði fóta 1 og Hlífðarmeðferð 1
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er farið í helstu fræðiheiti sem tengjast lífaflsfræði og göngu. Hreyfingafræði með áherslu á hreyfigetu og stöðugleika liða og vöðva í fótum. Farið er yfir hlutverk vöðva og liða í fótum við gang með áherslu á að nemendur skilji áhrif mismunandi álags á þá. Einnig hlutverk annarra liðamóta líkamans við gang eins og hnjáliða, mjaðmaliða, hryggjar, handleggja og hálsliða. Nemendum eru kynntar aðferðir við göngugreiningu og göngupróf sem og aðferðir notaðar til að greina hreyfiskerðingu við gang.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- viðeigandi aðferðum til að greina hreyfihindranir í fótum.
- hvernig hreyfing og stöðugleiki fóta stjórnast af sambandi einstakra vöðva eða vöðvahópa og liðamóta.
- sambandi einstakra vöðva eða vöðvahópa við helstu liðamót í fótum.
- samspili milli einstakra liða líkamans við gang og fái þannig innsýn í þá þætti sem valdið geta hreyfiskerðingu við göngu.
- mismunandi aðferðum við göngugreiningu.
- mismunandi greiningaaðferðum sem notaðar eru til að greina hreyfiskerðingu í fótum.
- einföldum gönguprófum til greiningar á hreyfingu og hreyfihindrunum.
- aðferðum við göngugreiningu.
- vöðvaprófum og þreifingu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota helstu fræðiheiti sem varða líffærafræði, lífaflsfræði, hreyfingu fóta og göngu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja áhrif álags á liði og vöðva í fótum við mismunandi líkamsstöðu og hreyfingu.
- skilja göngumunstur líkamans með áherslu á fætur og neðri útlimi.