LÍFF3ÖR05 - Líffræði - Örverufræði

Undanfari : Líffræðiáfangi á 2. þrepi
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er farið yfir grunnatriði örverufræði og staða örverufræðinnar innan náttúrufræðinnar skoðuð. Fjallað er um flokkun örvera sem og lífsstarfsemi eins og efnaskipti, æxlun og dreifingu. Nemandinn lærir um mikilvægi örvera í náttúrulegum vistkerfum, í iðnaði sem og skemmdir og sjúkdóma af völdum örvera og varnir gegn þeim. Helstu flokkar baktería eru kynntir. Frumatriði í veirufræði, s.s. staða veira í lífheiminum, gerð, fjölgun, áhrif veira á hýsla, veirusjúkdómar og varnir gegn þeim verða kynnt. Mikilvægi örvera fyrir heilsu manna og leiðir til þess að örva æskilega örveruflóru verða skoðaðar. Nemandinn kynnist vinnubrögðum á rannsóknarstofu og helstu aðferðum í örverurannsóknum og líftækni.