LÍFF2LE05 - Líffræði - Lífeðlisfræði mannsins 1

Undanfari : NÁTT1GR05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn er fyrri áfangi af tveimur sem fjalla um lífeðlisfræði lífvera. Fjallað verður um vefi, líffæri og líffærakerfi mannsins en samanburður einnig gerður við aðrar lífverur. Farið verður yfir helstu frumulíffæri, almenna starfsemi og sérhæfingu fruma. Skoðuð verða innbyrðis tengsl líffærakerfa og viðhald stöðugleika í líkamanum. Farið verður yfir byggingu og starfsemi innkirtla, helstu skynfæra, blóðrásarkerfis, vessa- og ónæmiskerfis, meltingarkerfis og stoðkerfis. Rætt verður um heilbrigða starfsemi líkamans og algengustu frávik. Nemendur kynnast námsefninu á sem fjölbreyttastan hátt með verklegum æfingum og fjölbreyttum verkefnum

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • frumulíffærum: nöfn, staðsetning og hlutverk frumulíffæra
  • frumum: heiti, sérhæfing, einkenni og samspil
  • vefjum: gerðir, mikilvægi og dreifing um líkamann
  • líffærum: virkni mismunandi líffæra og samspil líffæra
  • líffærakerfum: hlutverki, líffærum í hverju kerfi og tengsl þeirra
  • starfsemi innkirtlakerfis og virkni helstu hormóna
  • myndun boðspennu og viðhald róspennu
  • mismunandi gerðum skynnema og skynfæra
  • varnarkerfum líkamans
  • blóðrás, uppbyggingu og hlutverki blóðs, starfsemi hjartans
  • byggingu og virkni meltingarkerfis
  • stoðkerfi og eðli hreyfingar

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina algengar gerðir fruma og vefja af mynd, t.d. mismunandi gerðir blóðfruma
  • meta viðbrögð líkamans við mismunandi umhverfisaðstæðum, t.d. áhrif hreyfingar og slökunar á púls og blóðþrýsting
  • bera saman mismunandi vefi og líffæri, t.d. hlutverk lifrar og briskirtils í meltingu
  • greina frá heilbrigðri starfsemi líffæra og líffærakerfa
  • beita einföldum lífeðlisfræðilegum rannsóknaraðferðum
  • greina ólíkar frumu- og vefjagerðir
  • nota smásjá til þess að skoða frumur og vefi

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tengja mikilvægi hreyfingar við starfsemi t.d. vöðvakerfis, stoðkerfis og taugakerfis
  • meta áhrif ýmissa efna á líkamsstarfsemina t.d. hvað gerist í líkamanum við inntöku kolvetna
  • tengja næringarefni í matvælum við starfsemi líkamans, hvað gerist ef hann fær of mikið eða of lítið af ákveðnum næringarefnum og gera nemandann þannig meðvitaðri um mikilvægi góðs mataræðis
  • þekkja einkenni algengra sjúkdóma og vita hvernig eigi að bregðast á við, t.d. ef einstaklingur lendir í hjartastoppi
  • skoða sjúkdóma í mannslíkamanum og bera þá saman við eðlilega starfsemi
  • nýta og meta heimildir til þess að leysa verkefni
  • geta tjáð sig munnlega og skriflega um starfsemi líkamans
  • draga ályktanir af mælingum og tilraunum á líkamsstarfsemi