LÍBE1LK01 - Líkamsbeiting

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á starfsmanninn, s.s. hvernig stærð og skipulag vinnurýmis, rúm, stólar, borð og hjálpartæki, hafa áhrif á vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar. Rætt er um grundvallaratriði góðrar vinnutækni sem gerir einstaklingnum kleift að átta sig á hvort vinnuaðferðir hans séu hættulegar með tilliti til álags á líkamann. Kynnt verða ýmis hjálpartæki sem geta dregið úr líkamlegu álagi við vinnu og hættu á álagsmeinum. Í verklegum hluta eru ýmis hjálpartæki kynnt og áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu og vinnutækni.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hinum ýmsu þáttum í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan.
  • leiðum til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu.
  • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar.
  • afleiðingum rangrar líkamsbeitingar og vinnutækni.
  • einkennum of mikils líkamlegs og andlegs álags.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota rétta líkamsbeitingu og vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf.
  • nýta sér leiðir til að efla heilsu og vellíðan.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta hagnýtt sér aðferðir og leiðir í forvörnum.
  • þekkja þætti í vinnuumhverfinu sem hafa óæskileg áhrif á heilsu og líðan og leiðir til að verjast þeim.
  • nota rétta líkamsbeitingu og vinnutækni.