LEIF3LO05 - Leikjaforritun 6 - Lokaverkefni

Undanfari : LEIF3FR05
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur heildstætt verkefni í tengslum við atvinnulífið. Nemendur þjálfa sjálfstæð vinnubrögð með áherslu á hugmyndavinnu, tímastjórnun og útfærslu verkefnisins. Þeir nýta sér drifkraft og útsjónarsemi og þjálfast í að skipuleggja verkefni sín, annað hvort sem hluti af teymi eða sem einstaklingar. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur byggi ofan á þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í fyrri áföngum sem tengjast tölvuleikjagerð á námsferli sínum. Nemendur vinna með eigið áhugasvið og halda kynningu/sýningu á verkefninu í lok áfangans fyrir áhorfendahóp.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • heimildaöflun til síðari úrvinnslu
  • skipulagsvinnu í tengslum við verklegar úrlausnir
  • starfsferlum í vinnslu hugbúnaðar þar sem tölvuleikjagerðar áfangar koma við sögu, t.d. forritun, margmiðlun og markaðsfræði o.fl.
  • sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita skapandi hugsun við undirbúning samstarfsverkefnis
  • setja upp verkefni eftir viðurkenndum leiðum
  • halda utan um vinu sína og kynna hana fyrir samstarfsfólki og öðrum


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nota viðeigandi tæki og hjálpargögn við vinnslu og frágang verkefna
  • tileinka sér grunnhugmyndir varðandi starfsferla hjá fyrirtækjum sem fást við hugbúnað
  • eiga í farsælu samstarfi við samstarfsfólk og fyrirtæki í atvinnulífinu
  • geta rýnt í eigin vinnu og gert grein fyrir vinnuframlagi sínu