LEIF3FR05 - Leikjaforritun 5 - Sýndarveruleiki, framhald

Undanfari : LEIF3GR05
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur með færni í hönnun og þróun sýndarveruleika leikja. Sérstök áhersla verður á það hvaða aðferðir virki vel til þess að gera sýndarveruleikaupplifun sem raunverulegasta. Í áfanganum er unnið með atriðastýringu (control method) og navigation í VR. Nemendur vinna með möguleika og takmarkanir sem VR app er háð í samanburði við hefðbundin real time applications.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • verkfæri verkefnastjórnunar í þróunarsjónarmiði (s.s. Agile Development Process)
  • skipulag, útfærslu og eftirfylgni verkefnis
  • skapandi lausnaleit
  • sérþekkingu um mismunandi verkfæri til tölvuleikjagerðar
  • möguleikum og takmörkunum með notkun VR/AR


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota viðurkennd verkfæri til verkefnastjórnunar
  • útfærslu markhópsgreiningar og aðlögunarferla
  • nota mismunandi verkfæri til tölvuleikjagerðar
  • notkun og þróun smáforrita (applications) fyrir VR/AR
  • forritun í mismunandi leikjavélum


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • bera kennsl á og velja besta formið út frá fyrirmælum
  • vinna sjálfstætt að sköpun flókinna tví- og þrívíddarleikja
  • þróa tölvuleiki og sýndarveruleika til notkunar í VR