LEIF2GR05 - Leikjaforritun 2 - Tölvuleikjagerð og framleiðsla

Undanfari : LEIF1GR05
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur vinna verkefni í leikjavél (s.s. Unity eða Unreal) með áherslu á gerð tölvuleiks út frá sjónarhorni forritarans. Hér er sérstaklega átt við að nemendur vinni með navigation í ritli (editor), visual scripting og aðrar hefðbundnar skipanir. Markmið áfangans er að nemandinn öðlist yfirsýn og skilning á ólíkum leikjavélum og hvernig þær leysa svipuð vandamál á ólíkan hátt í tengslum við áherslur áfangans. Auk þess að nemendur öðlist skilning á hlutverki forritara og hvernig þeir vinna í teymi með öðrum þróunaraðilum að leikjagerð.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sérþekkingu forritara við forritun í tölvuleikjagerð
  • visual scripting
  • verkfærum leikjagerðarfólks
  • muninum á mismunandi leikjavélum
  • hvernig leikir og forrit eru byggð upp


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota mismunandi leikjagerðarverkfæri
  • vinna að verkefnalausn (problem solving)
  • forritun í ólíkum stýrikerfum


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • rýna í form og innihald og aðlaga að þeim ramma sem er til staðar
  • bera kennsl á og velja besta rammann fyrir ólíkar skipanir
  • klára gerð tví- og þrívíddar leikja