LEIF2FR05 - Leikjaforritun 3 - Tölvuleikjagerð og framleiðsla, framhald
Undanfari : LEIF2GR05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum þjálfa nemendur notkun á viðurkenndu verkfæri verkefnastjórnunar (s.s. agile, scrum eða annað) hér með talið alhliða skipulagi og tímastjórnun. Nemendur þjálfa og nota praktíska færni í forritun, forritum og öðrum verkfærum sem notuð eru við tölvuleikjagerð. Unnið er að þróun tölvuleiks í teymi ásamt því að sýna fram á skipulags- og tímastjórnunarfærni með verkefnastjórnunarverkfærum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tilteknu verkfæri verkefnastjórnunar
- skipulagi, útfærslu og eftirfylgni verkefnis
- tölvuleikjahönnun og hvataþáttum í tölvuleikjum
- skapandi lausnaleit
- sérþekkingu um forritun tölvuleikja
- uppbyggingu tölvuleikja og forrita
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota viðurkennd verkfæri til verkefnastjórnunar á skilvirkan hátt
- setja upp tímaáætlun
- heimildasöfnun og skráningu hugmynda
- kynningartækni
- tölvuleikjaforritun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna sjálfstætt og faglega sem tölvuleikjagerðaraðili
- rýna í form og innihald og aðlaga að þeim ramma sem er til staðar
- eiga jákvæð og skilvirk samskipti við samstarfsfólk
- klára gerð tví- og þrívíddar leikja
- hafa frumkvæði og taka þátt í þróunarferli tölvuleikjagerðar og leysa vandamál sem koma upp
- rýna í vinnuferlið tölvuleikjagerðar og leggja persónulegt mat á ferlið