LEIF1GR05 - Leikjaforritun 1 - Forritun og leikjavélar
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Grunnáfangi í tölvuleikjagerð. Nemendur vinna með grunnhugmyndir leikjagerðar og leikhönnun. Áhersla á að nemendur þekki ferla í gerð tölvuleikja, þjálfi leikni og færni í hugmyndavinnu og frásagnalist (storytelling). Nemendur vinna verkefni sem tengjast hugmyndavinnu, þjálfast í því að sjá fjölbreytta möguleika út frá einni og sömu hugmynd – auk tækifæri til betrumbóta í hvívetna. Frumgerð er unnin í áfanganum. Sérstök áhersla er á að nemendur þjálfist í listrænni vinnu við söguþráð og persónusköpun, leikjafræðilegri útfærslu gagnvirkra þátta, nýtingu hvataþátta (gamification) og þeim hughrifum sem reynt er að efla við spilun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- leikjagerð og áhrifum hvataþátta
- hugmyndavinnu og handritsgerð
- skapandi lausnaleit
- hvernig tölvuleikir og forrit eru uppbyggð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- réttri notkun hugtaka úr tölvuleikjagerðarfaginu
- útfærslu einfaldrar markhópsgreiningar og aðlögunarferla
- heimildasöfnun og utanumhald hugmyndavinnslu
- kynningartækni
- vinna að verkefnalausn (problem solving)
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina takmarkanir og aðlaga verkefni eftir því
- eiga í jákvæðum og skilvirkum samskiptum við samstarfsfólk
- kynna vinnu sína á sjálfstæðan máta
- klára gerð tví- og þrívíddarleikja