LAND2HA05 - Landafræði 1 – Maðurinn og umhverfið

Undanfari : NÁTT1GR05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á legu, útbreiðslu og tengsl ýmissa náttúru- og mannvistarþátta á yfirborði jarðar og breytingar þeirra í tíma og rúmi. Markmiðið er að sýna hvernig landfræðin kemur daglegu lífi við og hvernig hægt er að nota fræðigreinina til að greina, skilja og gagnrýna nútíma samfélag. Undirgreinar sem kynna má eru skipulagsfræði, borgarlandfræði, fólksfjöldafræði, sagnfræðileg landfræði, hagræn landfræði, fólksflutningafræði, landnýting, menningarlandfræði, byggðaþróun, ferðamál, kortagerð og fjarkönnun. Nemendur læra að beita vinnuaðferðum landfræðinga við að greina svæði, lýsa þeim og bera saman. Einnig kynnast nemendur fjölbreyttum aðferðum við upplýsingaöflun og framsetningu

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • landfræðinni sem fræðigrein
  • helstu hugtökum og aðferðafræði landfræðinnar
  • nokkrum undirgreinum landafræðinnar
  • hlutverki landfræðinnar í nútíma samfélagi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita helstu hugtökum og aðferðum landfræðinnar
  • rýna í atburði og breytingar á yfirborði jarðar

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skoða málefni og atburði líðandi stundar með landfræðilegum gleraugum
  • gera sér grein fyrir samhengi hluta á yfirborði jarðar