KYNJ2KJ05 - Kynjafræði

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Áfanginn er grunnáfangi í kynjafræði þar sem teknar eru fyrir birtingarmyndir og staðalmyndir kynjanna í fortíð og nútíð með áherslu á að greina stöðu kynjanna eins og hún birtist í dag. Markmið áfangans er að nemendur þjálfist í að skoða heiminn með kynjagleraugum og nái tökum á helstu hugtökum kynjafræðinnar. Meðal efnisþátta er staða kynjanna á Íslandi og erlendis, saga jafnréttisbaráttunnar, klám og klámvæðing, kynbundið ofbeldi, femínismi, hinseginfræði, staðalmyndir og birtingamynd kynjanna í afþreyingarefni og fjölmiðlum. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grundvallarhugtökum kynjafræðinnar
  • stöðu og viðhorfum til kynjanna í samfélaginu
  • sögu jafnréttisbaráttunnar
  • stöðu og réttindarbaráttu ýmissa jaðarhópa


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni
  • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna úr fjölbreyttum miðlum
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • líta á samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum
  • mynda sér skoðun og gera grein fyrir henni með tilliti til kenninga kynjafræðinnar og hugtaka
  • tengja hugmyndir kynjafræðinnar við eigin veruleika