ÍÞRÓ1ÞL01 - Íþróttir - Þrek

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn er verklegur og fer fram í líkamsræktarsal. Auk þess er í boði að notfæra sér útiaðstöðu s.s. fara út að hlaupa eða ganga. Nemendur vinna eftir sinni eigin áætlun eða áætlun kennara. Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt og alhliða líkamsþjálfun í formi lyftinga, liðleikaæfinga, þol- og þrekæfinga

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi hreyfingar
  • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag og meiðslahættu
  • líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
  • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
  • æfingum sem bæta líkamsbeitingu og vinnutækni
  • gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar
  • forvarnargildi líkamsræktar

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • taka þátt í alhliða líkams-og heilsurækt
  • beita styrkjandi og mótandi æfingum fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans
  • efla líkamsbeitingu og vinnutækni
  • hreyfa sig sér til heilsubótar og ánægju
  • nýta sér tæknina til að hreyfa sig meira
  • taka tillit til annarra og hvetja þá

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð við eigin þjálfun í líkamsrækt
  • vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
  • styrkja jákvæða sjálfsmynd með hreyfingu
  • gera hreyfingu að lífsstíl