ÍÞRÓ1KN01 - Íþróttir - Knattspyrna
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Áfanginn er verklegur. Knattspyrna er leikin sér til ánægju og heilsuræktar. Farið er í helstu reglur íþróttarinnar. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu leikreglum og grunnatriðum greinarinnar
- mikilvægi hreyfingar
- líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
- leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
- gildi samvinnu, umburðarlyndis og virðingar í leik, keppni og starfi
- forvarnargildi líkamsræktar
- mikilvægi upphitunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita grunntækni í greininni
- leika knattspyrnu sér til heilsubótar og ánægju
- vinna með öðrum að lausnum verkefna
- taka tillit til annarra og hvetja þá
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
- sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
- vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
- styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í greininni
- gera hreyfingu að lífsstíl