ÍÞRÓ1HB01 - Íþróttir - Hreyfing/bóklegt
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Áfanginn fer fram í formi fyrirlestra, umræðna, hópeflis, einstaklings- og hópverkefna. Áhersla er lögð á að efla heilsu nemenda með því að fjalla um heilbrigðan lífsstíl, forvarnir og mikilvægis góðs heilsulæsis. Kynntar verða forvarnir sem tengjast m.a. hreyfingu, næringu, svefni og streitu. Áhersla er lögð á að nemendur viti hvað er góð líkamsbeiting, þol, styrkur, liðleiki og hvernig þjálfa má þá þætti til að efla heilsuna. Fjallað er um mikilvægi þess að lifa í uppbyggjandi umhverfi og bera ábyrgð á sjálfum sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi upphitunar, þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar
- hversu mikilvæg forvörn reglubundin hreyfing er fyrir ýmsa andlega og líkamlega sjúkdóma
- aðferðum til að fyrirbyggja og meðhöndla meiðsli sem geta komið upp við líkamsrækt og íþróttaiðkun
- mikilvægi þess að beita líkamanum rétt í skóla, á vinnustað og í tómstundum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- hita sig upp fyrir mismunandi athafnir
- skipuleggja þol, styrktar og liðleikaþjálfun með fjölbreyttum aðferðum
- finna og reikna út æfingarpúls.
- notast við einfaldar líkamsástandsmælingar
- framkvæma æfingar sem auka þol, styrk og liðleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skipuleggja og leysa af hendi verkefni sem snúa að eigin heilsueflingu
- stunda æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamlega-, andlega- og félagslega líðan
- mæla og meta eigið þol, styrk og liðleika
- auka skilning sinn á næringarfræðilegum viðfangsefnum
- tengja undirstöðuþekkingu í næringarfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
- taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. næringarþarfa og heilbrigði
- afla sér frekari þekkingar á svið næringarfræði, lýðheilsu og hreyfingar