ÍÞRÓ1AL01 - Íþróttir - Almennar íþróttir
Undanfari : Enginn
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur fá alhliða hreyfireynslu með fjölbreytni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á fjölbreytta upphitun, styrkjandi og liðkandi æfingar, auk alhliða þolþjálfunar og leikja. Byggt er á þeim grunni sem skapast hefur í grunnskólanum. Samhliða verklegri útfærslu fræðast nemendur um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. Kennslutímarnir eru verklegir og fara fram í íþróttahúsi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi hreyfingar og réttrar líkamsbeitingar
- upphitun, þoli-, styrktar- og liðleikaþjálfun
- líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu
- mikilvægi slökunar
- þjálfunarpúls
- líkamsástandsprófum
- undirstöðuatriðum helstu íþróttagreina
- mismunandi aðferðum til heilsuræktar
- umburðarlyndi og virðingu í leik, keppni og starfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- framkvæma æfingar sem auka þol, styrk og liðleika
- beita almennri og sérhæfðri upphitun íþróttagreina
- beita réttri líkamsbeitingu við æfingar
- fylgjast með þjálfunarpúls og ákefð við æfingar
- framkvæma slökunaræfingar
- taka stöðluð þrekpróf
- vinna með öðrum að lausnum verkefna
- taka tillit og hvetja aðra
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér upplýsingartækni við alhliða líkams- og heilsurækt
- nýta sér stöðluð þrekpróf til að byggja upp eigið þrek og hreysti
- stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar. Nýtt sér náttúruna og umhverfið
- velja og hafna. Vera gagnrýnin á hinar ýmsu bábiljur um skyndilausnir sem bæta eiga heilsuna
- sýna sjálfstæði, öryggi og velja hreyfingu við hæfi.
- sýna öðrum virðingu við leik, keppni, nám og störf
- vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra.
- takast á við fjölbreytt verkefni sem reyna á líkamleg, andleg og félagslegt atgervi.
- styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í leikjum, íþróttum, heilsurækt, dansi eða útiveru
- gera hreyfingu að lífsstíl