ÍÞRG2FI04 - Íþróttagrein - Fimleikar
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum læra nemendur að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í fimleikum. Lögð er áhersla á notkun ýmissa hjálpartækja og fimleikaáhalda. Stefnt er að því að nemendur öðlist grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að færniæfingar, s.s. ýmis stökk séu byggð upp frá grunni. Nemendur öðlist þjálfun í kennslu fimleika hjá börnum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tækniþáttum fimleika
- þjálffræði
- fimleikareglum
- þjálfunaraðferðum
- kennslufræði
- sögu fimleika
- skipulagi á þjálfun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- útbúa tímaseðil
- framkvæma grunnæfingar í fimleikum
- þjálfa fimleika
- eiga samskipti við iðkendur og alla þá er koma að íþróttagreininni
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- dæma á fimleikamóti
- geta þjálfað og leiðbeint börnum í fimleiikum
- geta búið til þjálfunaráætlanir