ÍÞRF3NÆ05 - Íþróttafræði - Næringarfræði

Undanfari : NÆRI1NN05 og ÍÞRF2ÞJ05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og íþróttaiðkunnar. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Farið er í uppbyggingu og samsetningu próteina, fitu og kolvetna. Fjallað eru um vatn, vítamín og steinefni og gerð grein fyrir gildi þessara efna í fæðunni. Unnið er út frá matseðlum, þeir metnir, samdir og reiknað næringargildi út frá töflum. Fjallað eru áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi. Skoðuð eru helstu fæðubótarefni sem eru á markaðnum og hugsanleg áhrif þeirra.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi góðrar næringar fyrir íþróttamanninn
  • orku- og næringarefnum líkamans
  • áhrifum slæmra matarvenja á afkastagetu
  • tengslum á milli mataræðis og sjúkdóma
  • hvað er fæðubót og hver er þörfin á fæðubótarefnum
  • mikilvægi nægrar vatnsdrykkju

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • velja fæðu sem hentar fyrir keppni
  • velja fæðu sem eykur líkur á betri afköstum
  • velja góða og holla fæðu
  • lesa innihaldslýsingar á matvælum
  • sýna gagnrýna hugsun við val á fæðu og fæðubótarefnum

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útbúa hollan og góðan matseðill fyrir sjálfan sig
  • velja sér næringarríkarfæðutegundir
  • auka andlega og líkamlega vellíðan með réttu fæðuvali
  • geta greint mun á góðu og slæmu mataræði