ÍÞRF3LH05 - Íþróttafræði - Líffæra- og hreyfifræði

Undanfari : ÍÞRF2ÞJ05 eða 5 ein. í líffræði á 2. þrepi
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Einnig verður fjallað um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað verður einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Fjallað eru um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu vöðvum og vöðvahópum mannslíkamans
  • hlutverki beinagrindar og hreyfingum helstu liðamóta
  • beinum, liðbönd og liðamótum
  • grundvallaratriðum hreyfifræðinnar
  • góðri líkamstöðu i starfi og réttri lyftitækni

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • finna lýsandi æfingar fyrir þjálfun einstakra vöðva og vöðvahópa
  • vinna með helstu hreyfilögmálin
  • geta notað rétta lyftingatækni og verið meðvitaður um rétta líkamsbeitingu í starfi

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta greint mun á réttri og rangri líkamsstöðu
  • geta greint vöðvavinnu í ákveðnum æfingum
  • geta notað helstu hreyfilögmál til að skýra út ýmsar hreyfingar í íþróttum
  • geta greint hreyfingu helstu vöðva mannslíkamans frá upptöku og festu