ÍÞRF2SS05 - Íþróttafræði - Íþróttasaga

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga er farið yfir helst atriði í íslenskri íþróttasögu. Komið er inn á helstu þætti í erlendri íþróttasögu, s,s Ólympíuleika og ýmsar greinar íþrótta. Einnig er komið inn á íþróttir Grikkja, íþróttir Etrúra og íþróttir Rómverja. Fjallað er um gildi og hlutverk íþrótta hér á landi, áhrif fjölmiðla á þróun íþrótta, kynjamun og tengingu fjármagns og auglýsinga við íþróttir. Fjallað er um stefnur í íþróttum s.s. afrekstefnu íþróttahreyfingarinnar og afreksmannasjó. Vikið er að skipulagningu íþróttahreyfingarinnar, bæði hér og erlendis.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • sögu íþrótta í heiminum til forna, allt frá Grikkjum
  • sögu íþrótta á Íslandi fyrr og nú
  • glímu sem þjóðaríþrótt Íslendinga
  • helstu atriðum í sögu Ólympíuleika
  • áhrifamætti fjölmiðla og fjármagns á íþróttir
  • uppbyggingu og skipulagi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja gildi íþrótta sem forvarnarstarf
  • skilja gildi íþrótta sem söluvöru
  • skilja samfélagslegt gildi íþrótta fyrr og nú

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka þátt í umræðum um íþróttir í samfélaginu í víðum skilningi