ÍSLE3YL05 - Íslenska - Yndislestur og bókmenntir
Undanfari : Nemandi skal vera kominn á 3. þrep í íslensku
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er áherslan á bókmenntir og gefandi lestarrupplifun. Nemendur kynnast bæði íslenskum og erlendum skáldverkum. Þeir lesa valdar bókmenntir og skoða þær í samhengi við sig sjálfa sem og víxlverkun þeirra við samfélag og samtíma. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og sjálfsábyrgð. Sömuleiðis er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að mynda sér skoðun og tjá hana ásamt lestrarreynslu sinni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtökum sem notuð eru við greiningu bókmennta
- formlegum og hugmyndalegum einkennum valinna skáldverka
- mikilvægi lestrar og mögulegri endurspeglun skáldverka við samfélag og samtíma
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita hugtökum bókmenntafræðinnar til greiningar á skáldsögum
- túlka og njóta bókmennta
- viðra eigin hugmyndir um bókmenntir og setja þær fram munnlega og skriflega
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita gagnrýninni hugsun og setja fram skoðanir sínar um bókmenntir
- njóta bókmennta og setja í samhengi við samfélag sitt, einstakling og samtíma
- dýpka lesskilning sinn og átta sig á mikilvægi bókmenntalestur