ÍSLE2MÆ05 - Íslenska - Menningarlæsi

Undanfari : ÍSLE2LR05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur kynnist bókmenntum frá miðöldum og fái þannig innsýn í menningararf þjóðarinnar. Nokkrir textar frá þessum tíma verða lesnir og unnið með þá. Nemendur læra að þekkja forna bragarhætti og að þekkja einkenni helstu bókmenntagreina frá þessum tíma.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi miðaldabókmennta fyrir íslenska menningu
  • þeim menningararfi sem nútíma bókmenntir byggjast á
  • helstu bókmenntagreinum til 1550

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina einkenni helstu bókmenntagreina frá miðöldum
  • lesa miðaldatexta sér til gagns og ánægju
  • greina og túlka miðaldatexta af skynsamlegu viti

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • gera öðrum grein fyrir upplifun sinni og túlkun á miðaldabókmenntum
  • gera sér grein fyrir samhengi íslenskrar bókmenningar frá öndverðu og til siðaskipta