ÍSLE1MR05 - Íslenska - Málnotkun og ritun

Undanfari : Einkunn 5-8 á grunnskólaprófi
Í boði : Alltaf

Lýsing

Viðfangsefni áfangans er málnotkun í víðum skilningi. Áfanginn byggist upp á lestri og ritun. Mikil áhersla er lögð á að nemendur efli málfærni sína og lesskilning með því að lesa og skrifa mismunandi texta. Þeir fræðast um mismunandi málsnið, auka orðaforða og styrkja málkennd sína með því að nota málið í ræðu og riti.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi lesturs og lesskilnings
  • uppbyggingu og framsetningu mismunandi texta
  • mikilvægi fjölbreytilegs orðaforða
  • mismunandi tal- og málsniðum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lestri sér til gagns og ánægju
  • fjalla um og túlka mismunandi texta
  • skrifa fjölbreytilegan texta
  • nota mismunandi málsnið til að byggja upp og ganga frá stuttum textum

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • lesa og túlka texta sér til gagns og ánægju
  • koma máli sínu á framfæri á skipulagðan og greinagóðan hátt
  • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti