ÍSLE1ÍK05 - Íslenska - Kvikmyndir (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í heim kvikmynda. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að fylgja þræði í kvikmyndinni þannig að þeir geti sagt frá eða unnið úr honum á annan hátt. Nemendur læri að skoða, ræða og greina menningu og samfélag í gegnum kvikmyndir og þjálfist um leið í gagnrýnni hugsun og færni í tjáskiptum og rökræðum eins og kostur er.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- heimi kvikmyndanna eins og kostur er
- skoðunum, hefðum og gildum sem koma fram í þeim kvikmyndum sem sýndar eru í áfanganum
- menningarlegu gildi kvikmyndanna
- skemmtanagildi kvikmyndanna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja texta kvikmynda og myndmál eins og kostur er
- rökræða, skiptast á skoðunum um kvikmyndir
- skrifa kvikmyndarýni
- meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
- flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og/eð kynningar á tileknum málefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- njóta kvikmynda
- öðlast færni í tjáskiptum og rökræðu
- draga saman aðalatriði
- beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu kvikmyndanna
- átta sig á samfélagslegum skírskotunum eins og kostur er
Áfangi á starfsbraut