ÍSAN1NÆ05 - Íslenska sem annað mál - Nærumhverfið - menning og tjáning

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum fara nemendur í stuttar ferðir um nærumhverfi skólans. Nemendur taka þátt í menningar- og íþróttaviburðum. Heimsækja fyrirtæki og skóla á svæðinu. Kynna sér sögu svæðisins og stjórnsýslu. Áhersla er lögð á tjáningu bæði í töluðu, rituðu og myndrænu máli. Nemendur vinna verkefni út frá þessum heimsóknum sem farið er í. Markmiðið er að kynna nemendum nærumhverfi sitt og menningu, taka þátt í umræðum og kunna skil á þeim stöðum sem heimsóttir verða.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • menningu nærumhverfisins
  • sögu svæðisins sem við á
  • venjum og siðum
  • umhverfi daglegs lífs
  • stjórnsýslu svæðisins
  • tækifærum á svæðinu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • ferðast um nærumhverfi sitt, með almenningssamgöngum og fótgandi
  • kynna áhugaverða staði fyrir samnemendum sínum
  • tjá sig um nærumhverfið á einfaldan hátt skriflega, munnlega og myndrænt

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta ferðast og heimsótt staði í nærumhverfi sínu
  • hefja samtal með einföldum setningum á íslensku
  • fylgjast með því sem er að gerast í nærsamfélaginu