ÍSAN1DL05 - Íslenska sem annað mál - Daglegt líf, taláfangi

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að hlusta og tala íslensku sem og kynnist íslenskri menningu. Ætlast er til að nemendur nái samhengi og söguþræði en ekki gerðar miklar kröfur um nákvæmni. Einnig verður kynnt íslenskt sjónvarps- og útvarpsefni, s.s. leikið efni, fræðsluþætti og íslenskar kvikmyndir. Einkunnarorð áfangans eru HORFA – HLUSTA – TALA

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • íslenskri tungu
  • íslenskri menningu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tjá sig á íslensku
  • halda uppi samræðum
  • hlusta, horfa og segja frá með eigin orðum
  • vinna sjálfstætt til að auka orðaforða

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka þátt í íslensku samfélagi
  • fylgjast með umræðu líðandi stundar