IÐTE3VB04(CV) - Iðnteikning 3 - Tölvuteikning, framhald
Undanfari : IÐTE2VB04(BV)
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur kynnast aðferðum sem beitt er til að smíða hluti samkvæmt teikningu í tölvustýrðri iðnaðarvél. Þeir kynnast og verða færir um að beita ISO kóða og G kóða. Teikniforrit til að búa til vinnslustykki er kynnt (CAD - Computer Aided Design) og sömuleiðis vélaforrit til að forrita ferla og aðgerðir til vinnslu smíðahluta (CAM – Computer Aided Manufacturing).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grundvallarhugtökum og virkni forrita tölvustýrðra iðnaðarvéla
- mælieiningum í teikniforritum
- notkunarmöguleikum CAD-CAM tækni
- hvernig verkfæri eru valin
- hlutverkum og virkni x, y og z ása
- uppbyggingu og virkni tækjanna
- teikningartáknum þeirra íhluta sem um er fjallað
- öryggisatriðum og öryggisstöðlum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með teikningar og undirbúa fyrir vinnslu í tölvustýrðum iðnvélum
- áætla efnismagn
- skipuleggja og velja verkfæri fyrir mismunandi CNC-skipanir
- leysa verkefni fyrir þriggja ása CNC-stýrða rennibekki og fræsivélar
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita CAD og CAM forritum á öruggan og árangursríkan hátt
- afla upplýsinga og gagna um vinnslu og skipulag verka fyrir CNC-stýrðar vélar
- mæla upp hlut, teikna í Inventor og forrita í CAM