IÐNF2GB04 - Iðnfræði háriðna 2
Undanfari : IÐNF1GB04
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemandinn lærir um hönnun og hlutföll við klippingar og greiðslur og um samskipti við viðskiptavininn. Farið er í litunarfræði, litastjörnuna, litanúmer og nöfn auk efnafræði hárlitunar- og permanentefna. Kynntar eru leiðir til sjálfbærni í hársnytiiðn og vistvænar vörur kynntar. Nemandinn lærir að greina mismunandi hárgerðir og hárskaða. Ýmis lykilorð við lestur leiðbeininga með hársnyrtiefnum á erlendum tungumálum eru skoðuð auk enskra fagorða. Unnið er með form, áferð, lögun og skoðaðar skilgreiningar hugtaka sem tengjast hárinu auk þess sem leitast er við að efla skilning nemenda á gerð og notkun verklýsinga. Lögð er áhersla á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar. Nemendur gera ferilskrá og fræðast um atvinnuviðtöl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi litategundum og styrkleikum þeirra
- litastjörnunni, heitum og köldum litum, hvað andstæðir litir gera
- efnafræði permanents og hárlitar og umgengni við hárefni
- uppbyggingu hárs og áhrif efna á það
- réttri líkamsbeitingu
- helstu fagorðum sem tengjast hárinu á íslensku og ensku
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina ástand hárs, líkamsform og andlitsfall og áhrif þess á möguleika á vali hársnyrtingar
- lesa leiðbeiningar og notkunarreglur efna á ensku
- nota litastjörnuna og lesa úr litaspjöldum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- umgangast efni af virðingu og með varúð
- vinna með liti og permanentefni og nota þau hjálpargögn sem bjóðast
- beita líkamanum rétt við vinnu sína
- gera ferilskrá til atvinnuleitar