HMFF2ÁD05 - Hlífðarmeðferð 2
Undanfari : Hlífðarmeðferð 1
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu hælplatna og innleggjum sem ætlað er að draga úr eða dreifa álagi á afmörkuð svæði neðan á fæti.
- nýjustu efnum og aðferðum sem notaðar eru við gerð hælplatna og sóla.
- mikilvægi þess að draga úr og dreifa álagi við meðferð álagsvandamála.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- byggja upp hælplötur og innlegg sem ætlað er að draga úr eða dreifa álagi á afmörkuð svæði neðan á fæti.
- ákveða hvers konar hælplötur eða innlegg henta miðað við eðli fótameins.
- velja efni í innlegg og hælplötu eftir því hvers konar álagsvandamál er meðhöndlað.
- meta gæði innleggja og hælplatna, bæði þeirra sem nemandi hefur sjálfur gert og fengin eru annars staðar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta skráð sjúkraskýrslu/dagbók um innleggja- og hælplötugerð.
- vera meðvitaður um öryggismál og vinnureglur og geti umgengist tæki og efni sem tengjast innleggja- og hælplötugerð.
- vita hvar og hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um ný efni og aðferðir við gerð hælplatna og sóla.
- beita mismunandi aðferðum við að slípa innlegg og hælplötur.