HMFF1HM05 - Hlífðarmeðferð 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • nýjustu efnum og aðferðum sem notaðar eru við gerð stoðhlífa.
  • hvar og hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um ný efni og aðferðir við gerð lítilla hlífa.
  • mikilvægi þess að dreifa og létta álagi af einstökum stöðum við meðferð fótameina.
  • öryggismálum og vinnureglum á verkstæðum.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meðhöndla líkþorn, sár og vörtur með hlífum.
  • umgangast tæki og efni sem tengjast stoðhlífagerð af öryggi.
  • skrá sjúkraskýrslu/dagbók um gerð stoðhlífa.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • búa til hlífar sem létta álagi á t.d. líkþornum, siggi, sprungum og vörtum og/eða rétta skekkjur.
  • nota ýmis efni við gerð stoðhlífa, s.s. sílíkon, svamp, filt og fleezyweb.
  • búa til stoðhlífar sem ýmist eiga að rétta skekkjur í liðum, s.s. hamartær, digiti mallei, dorso-planta eða dreifa álagi á afmörkuð svæði, s.s. kringum líkþorn, sár, sprungur eða vörtur.