HKLI2GC01 - Klipping 3

Undanfari : ?HKLI2GB03
Í boði : Haust

Lýsing

Nemandinn fær þjálfun í að blanda saman mismunandi formum við klippingu á dömu og herra æfingahöfðum og á módelum. Þekking og beiting mismunandi aðferða við þynningu er aukin, einnig notkun klippivéla. Nemandinn lærir að greina klippingar út frá myndum og gera verklýsingar fyrir þær. Í áfanganum er lögð rík áhersla á gerð og nýtingu verklýsinga við klippingar.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • flestum hugtökum sem tengjast klippingum
  • formi klippinga út frá myndum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • klippa snöggt með vél og skærum
  • þynna hár með hníf og þynningarskærum
  • klippa formklippingu á æfingahöfði og módeli samkvæmt kennslukerfi
  • klippa dömu- og herraklippingar samkvæmt eigin verklýsingu á æfingahöfði og módeli


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • klippa eftir fyrirmynd
  • sjá út form klippinga eftir myndum
  • gera verklýsingu fyrir klippingu sem aðrir geta farið eftir
  • geta þynnt niður í hnakka með vél og ólíkum kömbum
  • geta séð fyrir sér lokaútkomu á klippingu með tilliti til andlitsfalls og hárgerðar