Lýsing
Nemandinn fær þjálfun í klippingum á æfingahöfði, öðlast grunnþekkingu á formklippingu (herra) og aukna þekkingu á jafnsíðu formi, fláa, auknum styttum, jöfnum styttum og þynningu. Kynnt er vinna með klippivélum með mismunandi kömbum og mismunandi aðferðir við þynningu í hári. Nemandinn dýpkar skilning sinn og færni í gerð verklýsinga og nýtingu þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ýmsum hugtökum sem tengjast klippingum
- notkun og umhirðu klippivéla
- notkun og gerð verklýsinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- klippa hnakka og hliðartopp snöggt með vél og skærum
- klippa formklippingu á æfingahöfði samkvæmt kennslukerfi
- klippa dömu- og herraklippingar samkvæmt verklýsingu á æfingahöfði
- gera verklýsingar fyrir dömu og herraklippingar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivél með skiptanlegum kömbum
- gera verklýsingar
- geta séð fyrir sér form í klippingum