HJÚK2HM05 - Hjúkrun - Hjúkrun fullorðinna 1

Undanfari : HJÚK1AG05 og HJVG1VG05
Í boði : Haust

Lýsing

Fjallað er um helstu hjúkrunarkenningar og tengsl þeirra við starfsvettvang. Fjallað er um hjúkrunarferli og faglega hjúkrunarskráningu. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvag- og kynkerfum. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar. 


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • algengum fræðilegum hugtökum sem tengjast efni áfangans
  • meingerðum, einkennum, orsökum,afleiðingum, forvörnum ogmeðferðarmöguleikum algengrasjúkdóma í innkirtlum, hjarta-ogæðakerfi, öndunarfærum,meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi
  • einkennum, orsökum, forvörnum ogmeðferðarmöguleikum algengrageðraskana
  • tengslum sjúkdómsþróunar og truflanaá samvægisferlum í líkama
  • tengslum sjúkdómsþróunar viðumhverfis-og áhættuþætti
  • fjölbreyttum miðlum til þess aðviðhalda og þróa þekkingu sína


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota algeng fræðileg hugtök sem tengjast efni áfangans
  • gera grein fyrir meingerðum, einkennum, orsökum, afleiðingum, forvörnum og meðferðarmöguleikum algengra sjúkdóma í innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi
  • bera saman einkenni, orsakir, forvarnir og meðferðarmöguleika algengra geðraskana · benda á tengsl sjúkdómsþróunar og truflana á samvægisferlum í líkama
  • benda á tengsl sjúkdóma við umhverfis-og erfðaþætti
  • nota fjölbreytta miðla til þess að viðhalda og þróa þekkingu sína


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra meingerð, einkenni, orsakir, afleiðingar, forvarnir og meðferðarmöguleika algengra
  • sjúkdóma í innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og
  • æxlunarkerfi
  • rekja tengsl sjúkdóma og umhverfis-og erfðaþátta, þar sem við á
  • miðla þekkingu um sjúkdóma í innkirtlakerfi, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum,
  • meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi auk geðraskana á fjölbreyttan og skapandi hátt
  • bera kennsl á algeng einkenni sjúkdóma og/eða frávik frá eðlilegu ástandi
  • tengja sjúkdómseinkenni og sjúkdómsástand
  • yfirfæra og nýta þekkingu í sjúkdómafræði í starfi