HHLN2HL05 - Hugleiðingar og hreyfing

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Nemendur skipuleggja og fara í göngutúra, hvernig sem viðrar. Þeir lesa sér til um svæðið, þar sem farið er og undirbúa umræðuefni í litlum hópum. Á meðan gengið er eru teknar ljósmyndir. Hver hópur kynnir sitt þema og kemur með upplýsingar svo að aðrir geti rætt um þemað sem gæti verið á sviði: náttúrufræði, heimspeki, sálfræði, félagsfræði, lífsspeki, heilsu eða samskipta svo eitthvað sé nefnt. Sérhvert verkefni tekur tvær vikur. Nemendur útbúa veggspjöld með ljósmyndum, upplýsingum um svæðið, sem gengið var um eða annað að þeirra vali. Verkefnum má einnig skila í formi stuttmynda eða Power Point sýningar. Nemendur njóta náttúrunnar, skapa list og auka samskiptahæfni sína. Þeir fara úr skólastofunni og eru ánægðari í öðrum tímum, þar sem tilbreytingin gerir þá afslappaðri og fróðari.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi gönguleiðum í náttúru Íslands
  • ljósmyndun í náttúrunni
  • sjálfum sér, eigin líkamsþreki og hugarástandi
  • mikilvægi fjölbreytileika við framsetningu verkefna
  • sjálfum sér, eigin líkamsþreki og hugarástandi
  • mikilvægi hjálpsemi og samábyrgðar einstaklinga í hópi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Taka myndir í náttúrunni, skoða og vinna úr myndum
  • þekkja náttúrulega landslagið og velja sér leið
  • vinna að sköpunargáfu sinni
  • vinna í hópi, treysta og taka sameiginlegar ákvarðanir

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • þekkja sjálfan sig og sín takmörk
  • vinna í hópi og fást sjálfsætt við sitt hlutverka í hópnum
  • taka þátt í umræðum og nota gagnrýna hugsun
  • vera skapandi og nýta fjölbreyttar leiðir við úrvinnslu og framsetningu verkefna
  • kunna að meta sína vinnu og vinnu annarra
  • auka þrek, úthald og sýna þrautseigju