HEFR1HO04 - Heimilisfræði með áherslu á hollustu og velferð (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi, sérstaklega heilbrigði og velferð. Áhersla er lögð á hollustu, fjölbreytt fæðuval, samsetningu fæðutegunda, fæðuhringinn og velferð nemenda. Nemendur leysa verkefnin á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi hollrar næringar og á fjölbreyttu fæðuvali
  • fæðuhringnum og samsetningu fæðunnar
  • áhrifum fæðunnar á líkamann
  • sjálfstæðum vinnubrögðum
  • samvinnu og verkaskiptingu


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skipuleggja eigin fæðu yfir daginn með tilliti til hollrar næringar og fjölbreytts fæðuvals
  • lesa utan á umbúðir og sjá hvaða hráefni er í vörunni
  • sjá úr hvaða fæðuflokkum maturinn er
  • breyta uppskriftum til að gera þær hollari og prófa þær
  • búa til innkaupalista og fara í innkaupaferðir
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra nemendur


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skipuleggja fjölbreyttan og næringarríkan matseðil
  • elda hollan og fjölbreyttan mat
  • vinna með öðrum
  • skipuleggja matseðil og kaupa inn


Áfangi á starfsbraut