HAND1HY05 - Handmennt - Hannyrðir
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum kynnast nemendur nokkrum undirstöðugreinum handmennta. Nemendur læra að nota áhöld og tæki í greininni. Nemendur vinna prufur meðan þeir eru að ná valdi á grunnþáttunum í aðferðum og síðan nýta þeir sér þekkingu sína í eigin útfærslur og hönnun. Nemendur þurfa að temja sér vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Áhersla á prjón og hekl. Til viðbótar má velja útsaum, leðurvinnslu og/eða bútasaum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum í völdu handverki, t.d. prjóni, hekli, bútasaumi og útsaumi í vél og í höndum
- frágangi á verkefnum
- a.m.k. þrenns konar handverksaðferðum sem þekktar eru í heimi handverks og hönnunar í nútímanum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota grunnaðferðir í ýmsum handverksaðferðum
- nýta sér mismunandi hráefni í vinnslu nytjahluta eða myndverks
- búa til vinnulýsingu af eigin hönnun og handverki
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leita nýrra hugmynda til að iðka handmenntir
- geta yfirfært hugmynd sína í unninn hlut
- útfæra verkefni eftir vinnulýsingu
- vanda frágang og vinnubrögð