HAGF3RF05 - Hagfræði - Rekstrarhagfræði 2

Undanfari : HAGF2RH05
Í boði : Haust

Lýsing

Línurit, efnahagshringrás, kostnaðar- og tekjuhugtök, framlegðarútreikningar, hagkvæmasta framleiðslusamsetning, ábati neytenda, framleiðenda og samfélagsins, framboð, framleiðslufall, jafnmagns- og jafngjaldalínur, lögmálið um minnkandi afrakstur, meðalframleiðsla, jaðarframleiðsla, eftirspurn, tekjufall, notagildi, teygni, staðkvæmdaráhrif, hámörkun hagnaðar, hagkvæmasta val fyrirtækis (magn, verð) og rekstrarjafnvægi. Fjallað er um mismunandi markaðsform og verðmyndum hjá fyrirtækjum eftir því hvaða markaðsform þau falla undir.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • áhrifum mismunandi breytinga í umhverfi einstaklinga og fyrirtækja á framboðs- og eftirspurnarferla
  • jaðarnytjum, jaðarframleiðslu, jaðarkostnaði og jaðartekjum
  • framleiðsluföllum, kostnaðarföllum, jafnmagnslínum og útgjaldalínum
  • mismunandi markaðsformum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita upplýsingatækni við úrlausn verkefna
  • reikna út hagkvæmustu samsetningu framleiðsluþátta
  • nota línurit og útreikninga við útskýringar á helstu efnisþáttum
  • reikna hagkvæmasta magn og verð við mismunandi markaðsform


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • greina stöðu fyrirtækja, afkomu þeirra og hagkvæmasta framleiðslumagn miðað við mismunandi markaðsform
  • gera rekstraráætlun
  • bera saman áætlanir og rauntölur og túlka niðurstöður