GRTE1FÚ05 - Grunnteikning 2
Undanfari : GRTE1FF05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist áframhaldandi almenna þekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá meginþætti: Flatarteikningu, fallmyndun, yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist frekari færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, þjálfist í lestri og gerð vinnu-teikninga, fríhendisrissteikningu, gerð flatarmynda og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa og gera einfaldar tæknilegar vinnuteikningar
- gera einfaldar þrívíðar teikningar fríhendis í réttum hlutföllum
- nota teikni- og mælitæki
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- miðla og túlka flatarteikningu yfir í þrívíðar myndir á skilvirkan hátt
- vera undirbúinn undir frekara nám í teiknifræðum