FÓTF2FA03 - Fótaaðgerðafræði 2

Undanfari : Fótaaðgerðarfræði 1 og Meðferðarfræði fóta 1
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er farið í meðfædda og áunna aflögun fóta sem valdið getur siggi, líkþornum og sárum. Farið er sérstaklega í fætur gigtveikra, íþróttafætur og fætur barna. Nemendur læra að velja viðeigandi meðferðarúrræði, meðhöndla vandamál og beita fyrirbyggjandi hlífðarmeðferð. Enn fremur er farið í mikilvægi forvarna, fræðslu og ráðgjöf.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu meðfæddu og áunninni aflögun fóta.
  • helstu vandamálum sem fylgja gigtsjúkdómum.
  • helstu vandamálum íþróttafóta.
  • þroskaferli barnsfótarins, meðfædda og áunna rangstöðu.
  • orsökum meðfæddra og áunninna aflögunar fóta.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • velja viðeigandi meðferðarúrræði.
  • greina fætur gigtveikra, m.t.t. rangstöðu, hreyfihömlunar, hjálpartækja, gigtarlyfja og fótasára.
  • greina íþróttafætur, s.s. álagseinkenni, íþróttaáverka neðan ökkla og aflögun nagla.
  • greina fætur barna, m.t.t. þroska fóta, meðfædda og áunna rangstöðu og aflögun í nöglum.
  • velja viðeigandi meðferðarúrræði, meðhöndla vandamál og beita fyrirbyggjandi hlífðarmeðferð.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meðhöndla helstu fótamein sem hrjá fætur barna, fætur gigtveikra og íþróttafætur.
  • geta skýrt út forsendur, veitt ráðgjöf um forvarnir og meðferðarúrræði fyrir skjólstæðingi.
  • meðhöndla vandamál og beita fyrirbyggjandi hliðarmeðferð.