FORR3RR05 - Forritun - Reiknirit

Undanfari : FORR3PH05
Í boði : Haust

Lýsing

Farið er yfir stærðfræðilega hluta tölvunarfræðinnar. Nemendur munu læra um þekkt reiknirit og gagnagrindur og hvernig á að byggja þau upp. Einnig er farið yfir tímaflækjur til að greina hversu fljót reiknirit og forrit eru í keyrslu.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • reikniritum
  • gagnagrindum
  • helstu röðunar- og leitaraðferðum
  • endurkvæmni

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • útfæra þekkt reiknirit
  • útfæra endurkvæm föll
  • setja upp gagnagrindur
  • útfæra röðunar- og leitaraðferðir

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • velja reiknirit til að leysa ákveðin vandamál
  • leysa verkefni með endurkvæmum forritum
  • búið til gagnagrindur sem henta ákveðnu vandamáli sem á að leysa