FORR3PH05 - Forritun 2

Undanfari : FORR2PH05
Í boði : Haust

Lýsing

Haldið er áfram við að ná betri tökum á hugtökum frá fyrri áfanga eins og breytur, listar, dictionaries og lykkjur. Einnig verður farið í hlutbundna forritun þar sem hlutir, hjúpun og erfðir spila stórt hlutverk. Mikil áhersla verður lögð á gæði kóðans.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • breytum
  • listum
  • dictionaries
  • lykkjum
  • hlutbundinni forritun

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrifa almenn forrit
  • nota lista, dictionaries og lykkjur til að leysa einföld verkefni
  • beita hlutbundinni forritun við að bæta gæði forrita


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • halda áfram að ná betri tökum á tölvunafræði
  • leysa almennar þrautir forritunarlega
  • skipuleggja og leysa forritunarverkefni með hlutbundinni forritun