FORR3HF05 - Forritun - Hlutbundin forritun, framhald

Undanfari : FORR2HF05 eða FORR3PH05
Í boði : Haust

Lýsing

Framhaldsáfangi í forritun þar sem nemendur læra grunnatriði hlutbundnar forritunar. Farið er yfir gerð klasa og meðhöndlun hluta, erfðir, fjölbreytni, hjúpun, hugræna klasa og skilum. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð við lausn verkefna.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnatriðum hlutbundinnar forritunar
  • hlutverki klasa og klasasafna
  • tilviksbreytum, smiðum, hjúpun og aðferðum til að stilla og nálgast tilviksbreytu
  • klasabreytum- og aðferðum
  • hreiðruðum klösum
  • erfðum, yfirtöku aðferða, fjölbreytni, huglægum klösum og skilum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • búa til klasa
  • brjóta viðfangsefnið í smærri einingar með klösum
  • nota klasa til að leysa verkefni
  • nota fleiri en einn klasa við úrlausn verkefna

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • leysa vandamál með því að nota hlutbundna forritun 
  • forrita sína eigin klasa við lausn á verkefnum 
  • skipuleggja forrit betur með hlutbundinni forritun