FORR2PH05 - Forritun - Forritun 1

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur kynnast forritun og grunnuppbyggingu forrita í gegnum forritunarmálið Python. Farið verður í breytur og tög, skilyrðissetningar, föll, gagnaskipan, lykkjur, inntak og úttak, kynningu á klösum og fleira.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu aðgerðum í forritunarmálinu Python
  • grunn aðgerðum í forritun
    • strengir
    • skilyrði
    • lykkjur
    • listar o.fl.
  • notkun leitarvéla við upplýsingaleit

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skrifa almenn forrit
  • nota skilyrði, lykkjur og lista til að leysa einföld verkefni
  • setja upp textaritla

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta sett upp einföld forrit frá grunni
  • nýta það sem textaritlar hafa upp á að bjóða til að einfalda forritun
  • vinna sjálfstæt