FORR2LE05 - Forritun - Grunnur í leikjaforritun

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Markmið áfangans er að nemendur kynnist hugtökum forritunar og þjálfist í að skrifa kóða með lykkjum, föllum, og skilyrðissetningum. Í áfanganum munu nemendur kynnast grunnatriðum forritunar og er þá leitast við að nota myndræna miðlun á efninu. Nemendur munu kynnast því hvernig hægt er að nota mismunandi verkfæri og búa þannig til sín eigin forrit. Nemendur læra að þekkja einföld forritunarhugtök og geta lýst í stuttu máli hvað forritun er og hvernig hún virkar.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • skilyrðissetningum, föllum og breytum
  • uppbyggingu einfaldra forrita
  • hvernig kóði verður að forriti
  • atburðum í forriti

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota föll í forritun
  • nota atburði í forritun
  • nota skilyrðissetningar í forritun

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • búa til einfalda leiki með opnum lausnum
  • búa til einföld forrit í síma með opnum lausnum
  • búa til einfald forrit í því forritunarmáli sem kennt er í áfanganum