FORR1GA05 - Forritun - Grunnáfangi
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur kynnast grunnatriðum forritunar og mikilvægi hennar í hugbúnaðargerð. Farið verður í mikilvægi þess að hanna lausn áður en til forritunar kemur. Einnig verður farið yfir uppbyggingu og framvindu forrita. Nemendur læra að setja upp þróunarumhverfi forritunar t.d textaritil og geymslu forrita. Verkefni verða notuð til að læra grunnþætti forritunar, úttak, inntak, skýringar í texta, breytur, tök, aðgerðir, virkja, strengir, fylki, skilyrðasetningar, lykkjur og föll. Lögð er áhersla á lesanleika kóða og góð vinnubrögð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- breytum
- virkjum
- lykkjum
- framvindu
- byggingu forrita
- föllum
- klössum
- einföldum skrám
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nýta breytur á keyrslutíma
- nota virkja við forritun
- stjórna framvindu forrita
- beita föllum og klössum í forritum
- lesa og skrifa í textaskrá
- villuleita eigin kóða
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrifa og villuleita einföld forrit
- skrifa forrit til lausnar á mismunandi verkefnum
- greina mismunandi útfærslur á lausnum verkefna og geta lagt mat á þær