FÓTF1FU03 - Fótaaðgerðafræði 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum er farið í helstu sjúkdóma og áverka á húð og í nöglum, s.s. útlitsbreytingar, los, þykknun, bletti, rendur í nöglum, sveppi, sprungur, sigg, húðsjúkdóma, vörtur og líkþorn. Farið er í helstu greiningaraðferðir og meðferðarúrræði. Einnig er farið í skráningu og upplýsingaöflun í sjúkraskýrslu. Nemendur læra táknfræði fótaaðgerðafræðinga og skráningu á táknfræði í sjúkraskýrslu.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orsökum helstu sjúkdóma sem leggjast á húð og neglur á fótum.
  • helstu húðvandamálum á fótum, s.s. sprungur, sigg, þurra húð og fótraka.
  • helstu vandamálum sem koma upp í nöglum, s.s. útlitsbreytingar, los, þykknun, bletti, rendur, sveppi og sprungur.
  • útliti helstu fótameina sem tengjast húð og nöglum.
  • áverkum á nöglum sem verða vegna óeðlilegs álags.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota táknfræði fótaaðgerðafræðinga til greiningar.
  • nýta helstu meðferðarúrræði sem varða húð og neglur.
  • flokka helstu fótamein, t.d. í sveppi, sigg, húðsjúkdóma, vörtur og líkþorn.


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta gefið ráðleggingar um helstu forvarnir sem varða húð og neglur.
  • geta skráð sjúkraskýrslu og aflað upplýsinga.
  • geta greint helstu fótamein sem tengjast húð og nöglum og geti flokkað þau, t.d. í sveppi, sigg, húðsjúkdóma, vörtur og líkþorn.