FÉLV1IN05 - Inngangur að félagsvísindum

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn er tekinn á fyrsta ári. Honum er ætlað að skerpa sýn nemenda og auka áhuga þeirra á samfélagi, sögu og nærumhverfi. Í áfanganum fléttast saman námsgreinar eins og saga, félagsfræði og landafræði sem á að auka læsi þeirra á nærumhverfi sitt. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér vönduð, skapandi vinnubrögð og gagnrýna hugsun við fjölbreytta verkefnavinnu. Áfanginn byggist að verulegu leyti á verkefnavinnu í kennslustundum þar sem nemendur vinna verkefni sín undir leiðsögn kennara. Námið fer fram bæði innan og utan skólans og sækja nemendur sér fróðleik og gögn á fjölbreytta vegu, meðal annars í vettvangsferðum. Virk þátttaka nemenda í eigin námi liggur til grundvallar og því er mikið lagt upp úr að auka áhuga þeirra á umhverfi sínu og náminu almennt. Einkunnar orð áfangans eru samvinna og ábyrgð .

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu hugtökum eins og kosningaréttur, sjálfræði, lýðræði, samfélag, lýðveldi, fjölmenning, sjálfbærni, auðlindir, landnýting, vistfræði og náttúruhamfarir
  • áhrifum mannsins á náttúruna og samfélagið
  • eigin ábyrgð og hlutverk í samfélagi mannanna
  • byggðaþróun og atvinnulíf í heimabyggð
  • viðfangsefnum sem eru áberandi í þjóðfélagsumræðu á hverjum tíma
  • skólakerfinu og stöðu eigin skóla í samfélaginu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • afla sér upplýsinga um umhverfi sitt og samfélag
  • gera sér grein fyrir stöðu sinni í eigin menningarsamfélagi með það að markmiði að vera virkur þjóðfélagsþegn
  • greina og flokka ýmis samfélagsvandamál eins stéttskiptingu og fordóma
  • kynna málefni úr fréttum eða fjölmiðlum út frá samfélagi eða sögu fyrir samnemendum sínum
  • skipuleggja vettvangsferð eða heimsókn tengda efni áfangans

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta upplýsingar og vinna með þær á gagnrýnan hátt þannig að þær skil honum þekkingu og aukinni hæfni til náms í samfélagsfræði
  • geta gert sér grein fyrir sjónarmiðum sínum og skoðunum
  • geta skipst á skoðunum við aðra og útskýrt hugmyndir sínar fyrir samnemendum
  • geta tekið fordómalausa afstöðu í samfélagsmálum og rætt hana á lýðræðislegan hátt
  • draga skynsamlegar ályktanir um samfélagslega,menningalega og vistfræðilega ábyrgð sína og hve mikilvægt framlag hvers einstaklings er
  • greina stöðu sína í umhverfinu sem hann lifir í, bæði samfélaginu og nátturulegu umhverfi
  • gera sér grein fyrir hvað felst í því að vera ábyrgur samfélagsþegn
  • skilja mikilvægi þessi að jafnrétti ríki í verkefnavinnu og umræðum