FÉLV1FR05 - Félagsvísindi á framhaldsskólabraut
Undanfari : Enginn
Í boði
: Haust
Lýsing
FÉLV1FR/IN05 er yfirlitsáfangi samfélags- og félagsvísindagreina við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Áfanganum er ætlað að skerpa sýn nemanda og auka áhuga á samfélags- og félagsvísindagreinum s.s. sögu, sálfræði, félagsfræði, hagfræði og heimspeki. Í nútímasamfélagi þar sem sundrung og fasismi hafa tröllriðið umræðunni er aldrei eins mikilvægt að íbúar samfélagi þekki sögu sína og menningu ekki síður en að þekkja sögu og menningu annarra. Það að vera manneskja er að geta sett sig í spor annarra. Því hefur mikilvægi samfélagsgreina í menntakerfinu aldrei verið meira en um þessar stundir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum samfélagsgreina eins og kosningaréttur, sjálfræði, lýðræði, fornöld, duld virkni, auðlindir og fleiri
- eigin ábyrgð og hlutverki í samfélagi manna
- byggðaþróun og atvinnulíf í heimabyggð
- viðfangsefnum sem eru áberandi í þjóðfélagsumræðu á hverjum tíma í tengslum við markmið áfangans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- afla sér upplýsinga um umhverfi sitt og samfélag
- gera sér grein fyrri stöðu sinni í samfélaginu með því markmiði að vera virkur þjóðfélagsþegn
- kynna sér málefni úr fréttum og fjölmiðlum og leggja mat á fréttagildi umfjöllunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta upplýsingar og vinna með þær á gagnrýninn hátt
- draga skynsamlegar ályktanir um samfélagslega, menningarlega og vistfræðilega ábyrgð sína í nútímasamfélagi
- til að stunda nám í samfélagsgreinum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja