Lýsing
Í áfanganum verður m.a. farið í grundvallarþætti í afbrotafræði eins og rannsóknir, kenningar, réttarvörslukerfið, bakgrunnsþætti, fórnarlambafræði, vímuefni, hvítflibbaafbrot, kynferðisbrot, ofbeldisbrot, mannsal, klám, vændi, tíðni afbrota, rafræn afbrot, afbrot innan fjölskyldunnar, fjöldamorðingja, ítrekunartíðni afbrota, hryðjuverk, alþjóðleg afbrot og aðferðir til að draga úr afbrotatíðni. Nemendur leysa verkefni, heimapróf verða um helgar, fjögur lotupróf (einstaklingspróf eða í hópum) rökræður, kvikmyndagreiningar, nemendur halda kynningar og skila verkefnabók. Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu, rökræða, hópavinnu, kvikmyndagreininga og umræðutíma.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu kenningum og rannsóknum í afbrotafræði.
- helstu hugtökum sem greinin notar
- hugsunarhætti afbrotafræðinga
- þáttum eins og t.d. réttarvörslukerfinu, afbrotatölfræði, fórnalambafræði, kynferðisafbrotum, ofbeldisbrotum, afbrotum á Íslandi, alþjóðlegum afbrotum, afbrotum og nútímavæðingu, afbrotum í alþjóðlegu samhengi og aðferðum til að draga úr afbrotatíðni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja að afbrot geta verið afstæð og ekki alltaf gefið hvað teljist sem afbrot hverju sinni heldur geti slíkar skilgreiningar verið háðar stað og stund.
- greina mun á afbrotum í raunveruleikanum og hvernig afbrot birtast í fjölmiðlum.
- mynda skilning á því hvernig t.d. ólíkir félagslegir, líffræðilegir og sálfræðilegir þættir hafa áhrif á afbrot á margvíslegan hátt.
- gera sér grein fyrir því að með því að hugsa eins og afbrotafræðingur geti hann öðlast dýpri skilning á eðli og umfangi afbrota í samfélaginu og á milli samfélaga.
- skilja og skýra tengsl afbrota við söguna, réttarvörslukerfið, rannsóknir, kenningar, bakgrunsþætti, fórnalambafræði, vímuefni, kynferði, viðskipti, fjöldamorð, vændi, mannsal, falskar breytur, alþjóðasamfélagið, byggðarþróun, fjölmiðla, rafræna miðla, félagstengsl, ítrekunartíðni, raðmorð, félagsstöðu og aðferðum við að draga úr afbrotatíðni svo eitthvað sé nefnt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta gert grein fyrir raunverulegu umfangi og áhrifum afbrota á samfélagið hverju sinni.
- nýta sér ólík kenningaleg sjónarhorn afbrotafræðinnar til að fást við ólík viðfangsefni.
- nýta sköpunarmátt og aðferðir til þekkingaröflunnar.
- gera sér grein fyrir aukinni þekkingu og þannig að öðlast aukið sjálfstraust í athöfnum daglegs lífs.