FÉLA2ES05 - Félagsfræði - Einstaklingur og samfélag
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í vinnslu
Um inngang að félagsfræði er að ræða. Nemendur kynnast greininni, helstu hugtökum hennar, kenningum, fræðimönnum og rannsóknaraðferðum. Helstu sjónarhorn innan greinarinnar eru kynnt sem og þau vísindalegu vinnubrögð sem greinin tileinkar sér. Farið er yfir samspil einstaklings og samfélags frá nokkrum ólíkum sjónarhornum og aðferðafræði greinarinnar er kynnt. Helstu aðferðir og sjónarhorn eru notuð á ólík viðfangsefni innan samfélagsins eins og menningu, lögum, samfélagseiningum, félagslegri lagskiptingu, alþjóðamálum, hnattvæðingu og stjórnmálum svo eitthvað sé nefnt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- félagsfræði sem fræðigrein
- helstu kenningum félagsfræðinnar
- helstu fræðimönnum greinarinnar
- áhrifum félagslegra þátta á líf og störf nemenda
- áhrifum erfða og umhverfis á hegðun og félagslega stöðu
- áhrifum menningar á gildi, hegðun og skoðanir einstaklinga og hópa
- ólíkum samfélagsgerðum, s.s. sveitasamfélögum, borgarsamfélögum og hnattrænum samfélögum
- mismunandi rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar, s.s. megindlegum og eigindlegum aðferðum
- siðferðislegum álitamálum í rannsóknum og félagsfræðilegri greiningu
- samspili einstaklings og samfélags
- áhrifum fátæktar, misskiptingar og félagslegrar lagskiptingar á daglegt líf
- grundvelli laga og reglna í samfélögum
- félagslegri sköpun frávika og áhrifum þess á samfélög og hópa
- tengslum stjórnmála við félagsleg völd og skipulag samfélaga
- kyn og kyngervi sem félagsleg fyrirbæri
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina áhrif félagslegra þátta á daglegt líf og starf einstaklinga
- útskýra ólík kenningarleg sjónarhorn félagsfræðinnar, s.s. samskiptakenningar, átakakenningar og samvirknikenninga
- nota mismunandi rannsóknaraðferðir til að safna og greina einföld félagsleg gögn (t.d. viðtöl eða kannanir)
- greina frá tengslum einstaklings og samfélags með dæmum úr raunverulegum aðstæðum
- skilgreina og útskýra helstu hugtök félagsfræðinnar og tengja þau við daglegt líf
- greina hvernig menningarleg viðmið og gildi móta hegðun einstaklinga og hópa
- lýsa ólíkum gerðum samfélaga, s.s. borgarsamfélögum og hnattrænum samfélögum
- greina hvernig félagsleg lagskipting hefur áhrif á mismunandi samfélagshópa og einstaklinga
- taka tillit til siðferðislegra álitamála í félagsfræðilegri umræðu og greiningu
- nota félagsfræðileg hugtök til að útskýra frávik og félagsleg viðmið
- útskýra tengsl stjórnmála við félagsleg völd og skipulag samfélaga
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja og útskýra hvernig félagslegar staðreyndir hafa áhrif á líf okkar og annarra
- nota þekkingu sína til að vera meðvitaður um hvernig samfélagið mótar einstaklinga og samfélagshópa
- skilgreina og útskýra helstu hugtök félagsfræðinnar í tengslum við raunverulegar aðstæður
- nýta sér þekkingu til að greina kostir og takmarkanir gervigreindar í námi og starfi
- safna og nýta gögn af áreiðanlegum vefsvæðum til að styðja við greiningar og niðurstöður í félagsfræðilegum verkefnum
- efla félagslegt siðferði og náungakærleik í samskiptum og samfélagsþátttöku
- hugsa gagnrýnt og nota vísindalega hugsun til að hrekja félagslegar goðsagnir og staðalímyndir
- nota rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar til að kanna viðfangsefni eins og menningu, frávik eða lagskiptingu
- greina hvernig hugmyndir um kyn og kyngervi hafa mótast í ólíkum menningarlegum og félagslegum samhengi
- beita gagnrýnni hugsun til að greina tengsl einstaklings og samfélags og leggja til lausnir á félagslegum áskorunum