FATA3FF05 - Fatahönnun - Saumtækni og sniðagerð
Undanfari : FATA2SH05 og/eða FATA2FF05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Síðasti fatasaumsáfangi fyrir lokaverkefni. Í þessum áfanga vinna nemendur sjálfstætt og þurfa öguð vinnubrögð og skipulag. Kennari skipuleggur ekki tíma nemenda heldur setur nemandinn upp skipulagið til samþykktar. Þekking dýpkuð í sniðum og saum sem er fylgt eftir í heimaæfingum og heimaprófum. Í saumtækni verða kenndar aðferðir í fínni saum t.d. paspóleruð hnappagöt, lokuföll, fóðraðar klaufir, falin hnepping o.fl. Nemendur læra aðferðina í kennslustund og þarf að endurtaka heima til að efla sjálfstæð vinnubrögð sem eru grundvöllur fyrir lokaáfangann.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fínni saumtækni
- sniðagerð með fínni smáatriðum
- gerð framkvæmdaáætlunar
- raða verkefninu upp í rétta röð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna eftir framkvæmdaáætlun
- vinna sjálfstætt
- skipuleggja vinnu og tíma
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna að flík sem er flókin
- geta útskýrt val á aðferðum í sniðtækni
- geta saman framkvæmdaáætlun
- bera ábyrgð á verkefni
- geta unnið undir álagi og tímapressu